Beint í efni

Slippfélagið

Nú getur þú verslað myndlistarvörur í vefverslun Slippfélagsins. Litir, penslar, pappír, trönur og gjafasett - allt á einum stað.

Slippfélagið býður nú upp á náttúrulega kalkmálningu sem skapar einstaka, matta áferð og djúpa litadýpt. Vöruúrval Kalklita samanstendur af 36 sérblönduðum litum, plaster paint og top coat. Kíktu við í næstu verslun Slippfélagsins og skoðaðu dýrðina.

Við kynnum stórkostlega viðbót í vöruúrval Slippfélagsins, áferðavörur frá ítalska hágæða vörumerkinzu Novacolor. Hægt er að fá hinar ýmsu áferðir, þar á meðal oxunar-, málm-, steinefna- og steypuáferðir ásamt efni á gólf.

Slippfélagið kynnir lista og rósettur frá belgíska vörumerkinu Noel & Marquet. Loftalistar, gólflistar, sveigjanlegir listar, vegglistar, veggþiljur, ljósalistar og rósettur. Frá stílhreinum gólflistum yfir í rósettur skreyttar með fallegu mynstri. Það eru endalaust af möguleikum og hægt er að leika sér með listana eins og ímyndunaraflið leyfir.