
Kalklitir
Kalklitir er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem var fyrst stofnað á Akureyri árið 2008. Framkvæmdastjóri og stofnandi Kalklita er Auður Skúladóttir. Auður hefur starfað og unnið með náttúrulega málningu og gamlar málningaraðferðir í 30 ár, og fyrirtækið byggir á menntun og hæfileikum hennar. Í dag eru höfuðstöðvar og framleiðsla Kalklita í Belgíu og starfar fjölskyldan þar.
Kalklitir framleiðir kalkmálninguna frá grunni og notast við hágæða, náttúruleg innihaldsefni. Allar vörur Kalklita eru framleiddar í duftformi, sem gerir þær umhverfisvænar, léttar í flutningi og auðveldar í geymslu.
Árið 2025 hlaut kalkmálning Kalklita umhverfisvottunina, EU EcoLabel, frá evrópusambandinu, en vottunin er veitt fyrirtækjum sem starfa innan evrópusambandsins og uppfylla háa staðla um umhverfisvernd, sjálfbærni og strangar kröfur um orkunotkun, losun, efni og efnaöryggi.
Kalkmálning Kalklita er unnin úr kalkstein og náttúrulegum litarefnum. Kalkmálningin er nútíma útgáfa af hinni hefðbundnu kalkmálningu sem notuð hefur í aldarraðir, sérstaklega í Evrópskum arkitektúr. Hún er náttúruleg og umhverfisvæn, VOC frí og hefur hátt PH stig sem getur komið í veg fyrir að mygla myndist. Kalkmálning hleypir bæði lofti og raka í gegn og hefur jákvæð áhrif á loftgæði inn á heimilinu.
Hægt er að skoða alla liti Kalklita í verslunum okkar á Skútuvogi og Akureyri. Best seldu litirnir fást í minni verslunum okkar í Fellsmúla, Hafnarfirði, Keflavík og Selfossi. Einnig er hægt að skoða litina hér.

Litirnir
Kalklitir framleiðir kalkmálningu í 36 litum og leggur mikla áherslu á að litirnir séu mjúkir, mildir og aðlagist umhverfi sínu vel. Litaúrval Kalklita hentar því öllum heimilum, hönnunum og stílum.
Mynd til hliðar: Kalkmálning í litnum Aaida Secco
Mikilvægt!
Áður en málað er með kalkmálningu er mikilvægt að veggir séu hreinir. Við mælum með því að þrífa bletti og ryk af með rakri tusku. Hægt er að nota kalkmálningu beint á veggi innandyra, sem eru nú þegar málaðir með akrýlgrunn/akrýlmálningu með mattri áferð eða litlum gljáa. Einnig er hægt að mála beint á steyptan vegg eða gips vegg, svo lengi sem veggurinn er úr einu og sama yfirborðsefni. Kalkmálning hentar inn í flest rými innandyra, en ekki þar sem er varanlegur raki (stöðugt vatn) eins og inn í sturtum.
Mynd til hliðar: Kalkmálning í litnum Elle


Að mála með kalkmálningu
Kalkmálning er máluð á veggi með sérstökum kalk pensli. Hægt er að gera X-aðferð með penslinum eða upp og niður aðferð. Báðar aðferðir gefa fallega skýjaða útkomu og matta áferð. Mikilvægt er að mála vegg í einu lagi, og bletta ekki í vegginn með kalkmálningunni þegar hún byrjar að þorna þar sem það hefur í för með sér flekkótta áferð. Ef þú sérð lítil korn í málningunni þá geta það verið óuppleyst litarefni. Við mælum með að pensla fram og til baka með penslinum til þess að ''mylja'' litarefnin.
Að mála með kalkmálningu er einstaklega skapandi, einfalt og skemmtilegt ferli þar sem útkoman getur verið breytileg og engin ein útkoma er rétt eða röng. Kalkmálning frá Kalklitum er borin á í tveimur umferðum og því er tilvalið að nota fyrstu umferðina til að prófa sig áfram og fá góða tilfinningu fyrir málningunni. Seinni umferðin er sú sem mun að lokum sjást, gefur dýpt og fulla þekju. Þar sem kalkmálning inniheldur engin plastefni, getur hún verið viðkvæmari en hefðbundin málning.
Mynd til hliðar: Kalkmálning í litnum Crema
Top Coat
Til að viðhalda fallegu útkomunni er hægt er að bera Top Coat yfir vegginn til þess að vernda vegginn eða einfaldlega að mála nýja, ferska umferð af kalkmálningu á nokkurra ára fresti ef það sér á veggnum.
Top Coat er VOC frítt yfirborðsefni sem hægt er að nota á kalkmálaða fleti. Top Coat er einstök vara og er glært, matt efni, þróað af Kalklitum. Það er notað til að verja veggi gegn blettum, osfrv. Því fleiri lög sem eru sett á, því betri vörn næst.
Mynd til hliðar: Kalkmálning í litnum Aaida Secco


Plasterpaint
Plaster Paint er einstök, DIY-væn vara sem kemur í duft-formi. Hún er hönnuð til að vera auðveld í notkun þar sem notaður er pensill til að bera hana á flötin og gerðar eru tvær umferðir. Þegar seinni umferð byrjar að þorna, er notaður rakur svampur og flöturinn er strokinn/nuddaður og eða pressaður með hringlaga hreyfingum til að fá fram fallega slétta áferð. Með því að bera plaster paint á með þessari aðferð, frekar en hefðbundnum verkfærum eins og spaða, einfaldar það ferlið til munar, og gerir það aðgengilegt bæði fagfólki og áhugafólki.
Plaster paint er þykkara efni, samanborið við kalkmálningu, en þykktin byggir upp áferð og dýpt. Þessi aðferð skapar áferð sem minnir á náttúrulegan stein eða steypu. Plaster paint kemur ólitað í 2kg poka en einu kílói af kalkmálningu er bætt við, í lit að eigin vali og dugar á um það bil 6 fermetra flöt í tveimur umferðum.
Mynd til hliðar: Plasterpaint