Beint í efni

Soffía hjá Skreytum Hús og Slippfélagið hafa tekið höndum saman og hannað nýtt litakort stútfullt af fallegum tónum. Litakortið samanstendur af bæði nýjum og gömlum Skreytum Hús litum, nýju tónarnir voru blandaðir með uppskriftir af gömlum litum til hliðsjónar. Allir ættu að geta fundið lit sér við hæfi enda um 20 liti að ræða. Smelltu hér til að skoða litakortið í heild sinni.

Mjallhvít

Mjallhvít er fallegur mjúkur hvítur litur.

Mjallhvít

Dömugrár

Dömugrár er ljósgrár með örlitlum rauðroða tón, sem gefur honum ákaflega mjúka og huggulega stemningu.

Dömugrár

Gauragrár

Gauragrár fallegur ljósgrár litur með bláma í sér sem gerir hann ögn blátóna.

Gauragrár

Draumagrár

Draumagrár er ljósgrátóna litur með mikilli hlýju. Hann er litur sem flæðir vel um rýmið og er ekki of yfirþyrmandi heldur mjúkur og fallegur.

Draumagrár

Ósk

Ljósari útgáfan af litnum Værð. Ljós muskaður, fjólubleikur tónn sem gefur frá sér kærleik og umhyggju. Það er angurværð yfir Ósk sem fer fallega í rými og mildar þau.

Ósk

Værð

Dekkri útgáfan af litnum Ósk. Milli dökkur, fjólubleikur muskaður tónn sem gefur frá sér mikinn kærleik og umhyggju.

Værð

Ylja

Ljósari útgáfan af litnum Ró sem er dekkri, fagur, hlýlegur grátóna litur. Ylja er litur í allt rýmið, heil herbergi eða önnur rými þar sem þú sækist eftir góðu faðmlagi frá rýminu og fallegri hlýju.

Ylja

Dekkri útgáfan af litnum Ylju. Tónninn er afar hlýr og milli dökkur. Grátóna litur sem fer vel í öll rými ef þú leitar eftir kyrrð og nokkurri dýpt í rýmið án þess að vera of yfirgnæfandi. Fullkomin ró í Ró!

Rómó 3

Dekksti tónninn af Rómó litunum. Afar fallegur grár tónn. Soffía hjá Skreytum hús var að leita að hinum eina sanna gráa lit á veggina inni í svefnherbergi. Hún endaði með þrjár prufur í sama tón, en misdökkar.

Rómó 3

Mjúkur 3

Litirnir Mjúkur 1, 2 og 3 voru blandaðir með uppskriftinni af litnum Skreytum Hús til hliðsjónar. Mjúkur 3 er dekksta útgáfan af Mjúkur-tónunum.

Mjúkur 3

Mildur 1

Litirnir Mildur 1, 2 og 3 voru blandaðir með uppskriftinni af Lekker til hliðsjónar. Mildur 1 er ljósasta útgáfan af Mildur-tónunum.

Mildur 1

Mosi 3

Litirnir Mosi 1, 2 og 3 voru blandaðir með uppskriftinni af litnum Vænn til hliðsjónar. Mosi 3 er dekksta útgáfan af Mosa-tónunum.

Mosi 3