
Veggfóður
Við bjóðum upp á vandað veggfóður sem gleður augað. Hægt er að velja úr fjölbreyttum litum, allskonar áferðum og einstökum mynstrum. Sjón er sögu ríkari svo við mælum með að gera sér ferð í Slippfélagið að skoða úrvalið.
Aðeins um sérpantanir á veggfóðri er að ræða en það tekur fáeina daga að fá vöruna til landsins eftir að það hefur verið pantað.
Veggfóðursbækurnar eru til sýnis í öllum verslunum okkar.
Komdu, skoðaðu og finndu. Við hjálpum með rest.

Botanica
Botanica er fyrir þá sem þora að velja djarft en huggulegt veggfóður. Í þessu veggfóðurssafni er hægt að finna blómamynstur í öllum litum, þar á meðal pálmalauf og monsteruplöntu. Við mælum með veggfóðrinu sem líkist veggþiljunum vinsælu, það kemur í nokkrum litum, er fullt af dýpt og skuggum sem gerir veggfóðrið einstaklega líkt raunverulegum þiljum.
City Glow
City Glow minnir á stórborgarlíf og glamúr, samspil töfra og hversdagsleikans. Veggfóðurssafnið City Glow inniheldur þrívíddaráhrif og skugga í dramatískum litum, skínandi línur og boga, gull, silfur, brons og rósagull. Hvað má bjóða þér?


Essentiell
Essentiell er hluti af ZERO herferð og er því vistvænt safn, vatnsbaserað ásamt því að vera PVC- og þalat laust. Nokkur veggfóður í safninu innihalda leir.
Flora
Eins og nafnið gefur til kynna er Flora safn sem inniheldur blóm og náttúrufegurð. Frá fjallatúnum til heillandi garða, stútfullt af ferskleika og fegurð. Flora er rómantískt safn með villiblómum og skærum sumarblómum.


Kids Walls
Þetta kann að vera eitt af okkar uppáhalds söfnum. Kids Walls er fyrir börnin, þau geta valið úr dýrum, landakortum, litríkum fígúrum og allt þar á milli. Kids Walls er ævintýralegt og gleður það augað hvað mest af öllum okkar söfnum.
Shades Iconic
Í Shades Iconic er hægt að velja úr ótalmörgum litum og formum. Skuggar, rendur, minimalískir litir og þrívíddarmynstur einkenna þetta látlausa safn.


Urban Spaces
Urban Spaces einkennist af fágun og fegurð. Látlaus lauf, mynstur í huggulegum og hlýlegum litum með svolítið af glamúr. Þetta safn eldist vel.
Vintage Deluxe
Vintage Deluxe einkennist af einfaldleika og jarðlitum, litum sem við fáum síður leið á og hentar þetta safn því vel í flest rými.


The new textures book
Í safninu The new textures book er hægt að finna ljósa og dökka liti, jarðliti og mjúka fallega liti sem henta öllum rýmum. Áferðir, matt, glans, „kalkáferð“ og svo lengi mætti telja. Þetta safn er hreint út sagt stórkostlegt.