Leita
Forsíğa > Vöruleit > Málningarsprautur > Góð ráð við sprautun
Fyrirtækiğ
Skipa- og iğnağardeild
Húsadeild
Vöruleit
Málningarsprautur
Tegundir
Spíssar
Góð ráð
Vöruyfirlit húsadeildar
Vöruyfirlit skipa- og iðnaðardeildar
Tækniupplýsingar
Öryggisleiðbeiningar
Myndlistarvörur
Umhverfismál
Verslanir

Tengt efni

Ráðleggingar við sprautun. Ending spíssa. Heimasíða GRACO.

 

Góð ráð við sprautun

Loftlaus sprautun.

Loftlaus sprauta notar dælu en ekki loft til að setja þrýsting á málningu og pressa henni í gegnum lítið op. Þegar málningin fer út í gegnum um opið, fellur þrýstingurinn og málningin úðast í örfína dropa á mikilli ferð.

Hér er nánari umfjöllun um vinnslu og vinnubrögð við loftlausa sprautun.

Vinnsla og áferð

Ýmislegt hefur áhrif á vinnslu og lokaáferð málningar þegar notuð er loftlaus málningarsprauta. Þar má meðal annars nefna...

 1. Afköst og stærð sprautu.
 2. Spíssavídd.
 3. Sprautuhorn.
 4. Fjarlægð á milli byssu og yfirborðs.
 5. Þrýstingur út.
 6. Seigja málningarinnar.
 7. Veðrátta.
 8. Geta sprautara.

Afköst og stærð sprautu.

Málningarsprauta þarf að hafa nægileg afköst til að ráða við verkefni. Til dæmis eru lítið tæki yfirleitt ekki notuð til að sprauta þykk og/eða seig efni sem þurfa stóra spíssavídd. Jafnframt þurfa sprautur að hafa mikil afköst ef margar byssur eru tengdar við sprautuna.

Spíssavídd

Það skiptir miklu máli að velja rétta spíssavídd. Þættir sem skipta máli við val á réttum spíss eru til dæmis...

 • Málningargerð.
 • Seigja málningar.
 • Veðrátta.
 • Yfirborð sem á að sprauta.
 • Filmuþykkt sem á að sprauta í.

Eitt af hlutverku spíss er að auka hraða á vökvanum, þannig að hann nái nægilegum hraða til að vökvinn úðist. Minni spíss gefur meiri hraða.

Í tækniupplýsingum má finna ráðlagðar spíssavíddir í tommum.

Geislahorn

Geislahorn ákvarðar breidd sprautugeisla miðað við fjarlægð byssu við yfirborð. Tveir spíssar með sömu spíssavídd en mismunandi sprautuhorn, hafa sama málningarflæði á mínútu við sama þrýsting.

Þegar geislahorn er valið þarf að taka tillit til þeirra filmuþykktar sem á að ná. Til dæmis getur verið hentugt að velja breitt sprautuhorn ef um er að ræða stóra fleti með tiltölulega lítilli filmuþykkt. Að sama skapi getur verið hentugt að velja grannan geisla ef um er að ræða lítil yfirborð.

Sprautuhorn er hornið sem málningarstraumurinn myndar við yfirborð sem á að sprauta. Rétt horn er alltaf 90 °. Annars dreifist málningin ekki jafnt á flötinn og hætta getur verið á þurrúða.

Fjarlægð á milli byssu og yfirborðs

Bil á milli byssu og yfirborðs skal alltaf vera um 1 fet eða um 30 cm.

Þetta er afar mikilvægt þar sem spíssvídd, geislahorn eru hönnuð út frá þessu bili. Stærra bil getur valdið þurrúða og of þunnri málningarþykkt. Minna bil gefur of þykka málningarþykkt og hugsanlega getur málningin lekið niður í sagga.

Þrýstingur

Réttur þrýstingur skiptir öllu máli til að málningin nái nægjanlegum hraða til að að málningin úðist eðlilega á flötinn. Þrýstingur er stilltur, í samræmi við innþrýsting og sprautuhlutfall. Til dæmis ef stilla á sprautu með sprautuhlutfallið 40:1 á 200 bör, þá þarf innþrýstingurinn að vera 5 bör.

Í tækniupplýsingum má finna ráðlagðan þrýsting í börum. Þrýstingur er alltaf gefin sem þrýstingur út.

Seigja málningar

Í flestum tilvikum er málning tilbúin til notkunar og lítil sem engin þörf er fyrir þynningu. Aftur á móti er þynning oft nauðsynleg til að stilla málninguna þannig að hún henti aðstæðum hverju sinni. Með þynningu er auðveldara að ná nægjanlegum hraða til að úða vökvanum.

Gæta skal af því að þynna málningu aldrei of mikið, þar sem erfitt getur verið að ná réttri filmuþykkt og hætta á saggi eykst. Það getur verið betra að skipta í víðari spíss heldur en að þynna of mikið. Einnig er hægt að hita málninguna upp til að minnka seigju.

Í tækniupplýsingum má finna upplýsingar um hvaða þynnir eigi að nota og hver sé hámarks þynning. Mikilvægt er að nota alltaf réttan þynnir.

Veðrátta

Umhverfisþættir geta haft talsverð áhrif á ástand og vinnslu málningu. Til dæmis ef hitastig er lágt getur málningin þykknað. Því getur verið nauðsynlegt að hita eða þynna málninguna til að ná hentugri seigju fyrir málningarsprautun.

Vindur getur einnig haft áhrif á sprautun. Ef um er að ræða sterkan vind eykst tap á málningu, filman getur orðið ójafnari og hætta eykst á saggi. Einnig skal gæta að því að þurrúði getur borist langar vegalengdir.

Geta sprautara

Eins og í mörgu öðru þá skiptir reynsla og geta sprautara miklu máli. Að mörgu er að gæta, þar mætti til dæmis nefna...

 • Málningarsprautur mynda mikinn þrýsting og geta því verið hættuleg tæki ef ekki er farið varlega. Aldrei skal vísa málningarbyssu á aðra og leita skal til læknis ef skaði verður af málningarúða.
 • Miklu máli skiptir að sprautubyssan sé alltaf vísað hornrétt á flötinn sem á að sprauta.
 • Slökkva skal á úða við enda á hverju stroki.

Áður en hafist er handa

Það er ýmislegt sem ber að gæta að áður en sprautun hefst. Mætti þar meðal annars nefna...

 • Athugið hvort sprautan sé nægjanlega smurð og almennt í góðu lagi. Notið bara varahluti sem eru hannaðir til að þola þann þrýsting sem unnið er með. Allir hlutar sprautunnar þurfa að þola hámarks þrýsting!

 • Athugið hvort sprautan sé jarðtengd.

 • Athugið hvort tækið sé nægjanlega hreint.

 • Festið slöngu og byssu og athugið hvort þrýstingur sé nægjanlegur.

 • Hreinsið út gamlan þynnir og óhreinindi með nýjum þynnir. Hafið spíss ekki á byssu þegar þetta er gert. Beinið sprautgeisla á ská í fötu til að forðast slettur. Það sama gildir þegar tækið er fyllt með málningu.

 • Athugið hvort allar síur séu hreinar, séu settar rétt í og séu að réttri gerð miðað við málningu og spíss.

 • Athugið hvort einhver leki sé við hámarks leyfðan þrýsting.

 • Hreinsið út þynnir með málningu. Hafið spíss ekki á byssu.

 • Athugið hvort spíss sé hreinn og óskemmdur og setið í byssu. Takið þrýsting af kerfinu og hafið byssu lokaða áður en spíss er settur í.

 • Stillið þrýsting. Minnsti mögulegi þrýstingu gefur bestu sprautuáferðina.

 • Umfram allt farið varlega!

Áferðagallar og lagfæringar

Hægt er að ná sléttri og fína áferð með málningarsprautum. Aftur á móti geta komið fram gallar í útliti eða áferð sem nauðsynlegt er að lagfæra. Hér verður fjallað um nokkra slíka galla, af hverju þeir koma fram og hvernig á að lagfæra þá og/eða koma í veg fyrir þá.

A. Rottuhalar. Geta myndast vegna þess að...

 1. Þrýstingur er of lítill við spíss.
 2. Málningarflæði er of lítið í gegnum spíss.
 3. Málning er of seig.

B. Þykk málningarfilma í miðju. Getur myndast vegna þess að...

 1. Spíss er slitinn.
 2. Ekki er hægt að sprauta málningarefni með loftlausri sprautu.

C. Ósamhverft sprautumynstur. Getur myndast vegna þess að...

 1. Spíss er að hluta stíflaður eða slitinn.

Leiðir til úrbóta.

 1. Auka þrýsting.
 2. Minnka spíssastærð.
 3. Minnka seigju málningu, t.d. með þynningu.
 4. Hreinsa byssu og síur.
 5. Nota stærri slöngur.
 6. Fækka byssum sem eru tengdar við kerfið.

Leiðir til úrbóta.

 1. Auka þrýsting.
 2. Minnka spíssastærð.
 3. Minnka seigju málningu, t.d. með þynningu.
 4. Hreinsa byssu og síur.
 5. Minnka fjölda af byssum sem eru tengd við kerfið.
 6. Skipta í loftsprautun.

Leiðir til úrbóta.

Hreinsa eða skipta um spíss.

 

 

 

D. Sprautumynstur sem minnkar og stækkar til skiptis. Getur myndast vegna þess að...

 1. Aðgangur að málningu er breytilegur.
 2. Ekki er nægjanlegt loftflæði að pumpu.
 3. Það er leki í soghluta pumpu.
 4. Dæla er ekki nægjanlega öflug.
 5. Málning er of seig.

E. Hringlótt sprautumynstur. Getur myndast vegna þess að..

 1. Spíss er slitinn.
 2. Málning er of þung og seig miðað við spíssastærð.
 3. Ekki er hægt að sprauta málningarefni með loftlausri sprautu.

F. Leki og sagg myndast vegna þess að of mikið efni hefur verið sett á flötinn. Getur myndast vegna þess að...

 1. Röng spíssastærð er notuð.
 2. Of slitinn spíss er notaður.
 3. Of miklu efni er sprautað á flötinn.

Leiðir til úrbóta.

 1. Minnka spíssastærð.
 2. Fækka byssum sem eru tengdar við kerfið.
 3. Auka innsogsþrýsting pumpunnar.
 4. Fjarlægja allt sem stíflar kerfið. Fjarlægið síur og notið stærri pumpu.
 5. Athugið hvort kerfið leki einhvers staðar og lagfærið.
 6. Málning er of þykk og því þarf að þynna hana.

Leiðir til úrbóta.

 1. Skipta út slitnum spíss.
 2. Minnkið spíssastærð.
 3. Aukið þrýsting.
 4. Þynnið málningu.
 5. Nota aðra gerð af opi.
 6. Skipta í loftsprautun.

Leiðir til úrbóta.

 1. Minnka spíssastærð.
 2. Skipta út slitnum spíss.
 3. Setja minna efni á í umferð.
     

G. Málningarbyssa spýtir. Getur gerist vegna þess að...

 1. Sprautan nær ekki í málningu.
 2. Það er loft í kerfinu.
 3. Það eru óhreinindi í spíss.
 4. Tæki sem lokar lokukerfi (,,valve-closing device") er vanstillt.
 5. Sprungur í lokusæti.
 6. Sprauta ekki nægilega smurð.
 7. Nál í byssu er ekki í sæti.

H. Byssa lokar ekki. Getur gerist vegna þess að...

 1. Það eru óhreinindi í lokunarsæti byssunnar.
 2. Það eru slitnir lokar eða sprungur í lokusæti.
 3. Pakkningar í kringum lokustaf eru of þéttar eða of þurrar.

I. Málning kemur ekki frá byssu.

 1. Stífla í kerfinu eða lofttap frá pumpu.
 2. Síur eru stíflaðar.
 3. Þrýstingur er of lítill.
 4. Málning er of seig.
 5. Slitinn loka hindrar að gikkur opni lokann.

Leiðir til úrbóta.

 1. Athugið málningu.
 2. Athugið leka í kerfi og lagfærið.
 3. Hreinsið spíss.
 4. Athuga og stilla lokukerfi.
 5. Lagfæra eða skipta um lokusæti.
 6. Smyrjið sprautu.
 7. Athugið nál í byssu.

Leiðir til úrbóta.

 1. Hreinsa byssu.
 2. Skipta um slitna loka og sprungin lokusæti.
 3. Athuga pakkningar.

Leiðir til úrbóta.

 1. Athuga leka í kerfi og lagfærið.
 2. Hreinsa sprautu vandlega.
 3. Aukið þrýsting.
 4. Þynnið málningu.

Sprautun með loftlausri sprautu

Það er að ýmsu að huga við sjálfa sprautuvinnuna. Hér eru nokkur atriði...

 • Haldið sprautubyssunni 30-35 cm frá yfirborði.

 • Hafið byssuna ætíð hornrétt miðað við yfirborð og notið úlliðinn til að halda stefnunni.

 • Markmið er að málunin sé öll framkvæmd með sama hraða og sama máta, þ.e. haldið jöfnum hraða á byssunni.

 • Klemmið og sleppið gikk á byssu á ferð og nálægt þeim stað sem á að sprauta.

 • Látið hvert sprautulag skarast um 50 %, þ.e.a.s. miðja sprautugeislans á að fylgja enda fyrri geisla.

 • Athugið að jarðtengja sprautu og sprautið aðeins í vel loftræstum rýmu.

 • Beinið byssu og sprautuúða aldrei að líkama!

 • Leitið læknishjálpar ef menn verða fyrir skurði af völdum sprautuúða.

Krosssprautun

Krosssprautun er oft notuð ef miklar kröfur eru um jafna og rétta filmuþykkt. Með þessari aðferð má minnka verulega líkur á helgidögum, þar sem fjórum sinnum er farið yfir sama svæðið.

 

Slippfélagiğ í Reykjavík, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík, sími: 588 8000, fax: 568 9255