Leita
Forsíđa > Húsadeild > Verklýsingar > Viður utanhúss > Viður
Fyrirtćkiđ
Skipa- og iđnađardeild
Húsadeild
Litir
Verklýsingar
Steinn utanhúss
Viður utanhúss
Gifsveggir
Matvælafyrirtæki
Heimili
Annað
Spurt og svarað
Vöruleit
Umhverfismál
Verslanir

Tengt efni

Litir og lita-samsetningar. Bćklingar og verklýsingar. Spurningar og svör.

Viður utanhúss

Viður

Viður og timbur má segja að séu beinagrindur trjáa, gerðar úr milljónum af örsmáum pípulöguðum viðarsellum. Það eru til margar gerðir af við, mætti þar meðal annars nefna furu, rauðvið, eik, mahoní og tekk. Viður er oft flokkaður sem harðviður og mjúkviður, sem segir meira um frá hvaða tegund trjáa efnið kemur frá heldur en eðli efnisins. Harðviður er viður sem kemur frá lauftrjám, en mjúkviður kemur frá barrtrjám. Allar þessar viðartegundir hafa mismunandi eiginleika eins og lit, áferð, útlit, styrk, þéttleika, sveigjanleika, rakadrægni o.s.frv. Timbur hefur flókna uppbyggingu og er alls ekki einsleitt yfirborð. Viður hefur ekki bara eitt yfirborð heldur fjölskylda af yfirborðum.

Efnisyfirlit kafla

Aðrir kaflar um við.

Samsetning timburs.

Timbur er lífrænt og náttúrulegt efni úr misleitum byggingareiningum og afar flókinni efnasamsetningu. Einnig getur uppbygging timburs verið mjög mismunandi á milli trjátegunda. Aftur á móti er það flestum sameiginlegt að pípulögðu viðarsellurnar eru holar að innan með veggi úr sellulósa, hemisellulósa og lignín. Sellulósinn er úr línulega byggðri vatnssækinni fjölliðu sem er bundinn saman með óljósþolnu en efnaþolnu þrívíddartengdu lignín bindiefni (tréni). Hlutfall efnanna er misjafnt eftir viðartegundum.

Hér sést teikning af holum pípulaga viðarsellum sem viður er gerður úr. Slíkar sellur eru gerðar úr sellulósa, hemisellulósa og lignín (tréni).

Viðarsellurnar innahalda ákveðið hlutfall af lofti og vatni (rakastig miðað við þurrvigt) og er það mismunandi milli viðartegunda. Pípulöguðu sellurnar og samsetning þeirra geta sogað til sín vatn upp að ákveðnu mettunarmarki. Við þetta getur viðurinn tútnað út. Opið rými í uppbyggingu viðs er mjög mismundandi eftir trjátegundum og getur timbur haft mjög mismunandi eðlisþyngd eftir tegundum.

Þetta er örsmæðar sýn á flókna uppbyggingu timburs, en nú er best að hverfa frá mólikúlum og frumum og skoða mismunandi viðarhluta, sem hafa einnig sína eiginleika.

Mismunandi viðarhlutar.

Rysja og kjarnviður.

Rysja er ungt og mjúkt viðarlag sem hefur með að gera flutning vatns og næringu í lifandi tré. Kjarnviður er gamalt og þétt viðarlag sem liggur inn að í kjarna bolsins. Þessi gamli viðarhluti hefur það hlutverk að styrkja og halda uppi lifandi tré, en hefur tekur lítinn eða engan þátt í flutning af næringu og vatni. Í kjarnvið er meira af viðarolíum og þess háttar. Timbur úr rysju er yfirleitt ljósara, léttara og opnara en timbur úr kjarnvið. Eldri tré hafa meira hlutfall af kjarna heldur en rysju.

Á þessum myndum sést kjarnviður (dökkt viðarlag kjarnans) og rysjan (ytri og ljósara viðarlag). Efni úr kjarnanum er yfirleitt sterkara og inniheldur meira af náttúrulegri viðarvörn í formi af margs konar viðarolíum. Aftur á móti getur kjarnviður verið erfiðari viðureignar við málun, vegna þess að hann er þéttari, sléttari og inniheldur meira af viðarolíum.

Timbur sem inniheldur mikið af viðarolíum og viðarkvoðu hefur meiri náttúrulega vörn gegn vatni og fúa. Aftur á móti eru meiri líkur á blæðingu efnanna á yfirborðið.

Vor- og haustviður.

Vaxtahraði trjáa er breytilegur á milli árstíða og kemur það fram í árhringjum. Vaxtarhraðinn er meiri á vorin en á haustin. Vorviður er mýkri og ljósari en haustviður sem er bæði þéttari og dekkri sökum hægari vaxtar. Vorviður og haustviður hafa mismunandi eiginleika, en í stuttu máli sagt þá er dökki hlutinn þéttari, sléttari, harðari og síður viðkvæmur fyrir raka og bleytu en sá ljósi.

Séð ofan á furubút. Dökku svæðin myndast síðsumars og á haustin en ljósu svæðin á vorin og fyrripart sumars. Þetta stafar af hægari vexti. Fræðilega er erfiðara að mála haustvið heldur en vorvið.

Þversnið af sama furubút og hér að oftan. Hér sjást vorviður og haustviður mynda árhringi.

Kvistir.

Kvistir í timbri eru svæði þar sem greinar hafa komið út. Þessi svæði eru afar hörð og þétt og út úr þeim getur komið viðarkvoða (harpix). Þess vegna getur verið mjög erfitt að mála yfir kvisti, bæði vegna þess að erfitt er að ná viðloðun og að viðarkvoða leysir margar málningartegundir.

Dökkur kvistur í furu. Út úr kvisti getur komið viðarkvoða sem getur skemmt málningarfilmu. Timbur sem blæðir mikilli viðarkvoðu hefur meiri náttúrulega vörn gegn náttúruöflunum en timbur með lítilli kvoðu.

Endatré.

Sá hluti timburs sem dregur mest til sín vatn eru endatré og er það óháð viðartegunum. Tré eru hönnuð með það í huga að flytja vatn og næringu frá rótum til topps. Flutningur vatns er mun meiri í stefnu viðartrefja en þvert. Endatré hefur opnastu hliðirnar inn í timbur og hleypir því meira vatn inn í sig. Endatré taka allt að 10 sinnum meira vatn til sín en aðrar hliðar.

Endatré taka til sín mest vatn. Fúi byrjar oft við endatré og málning byrjar oft að flagna við endatré.

Ef mikið vatnsálag er á timbri þarf að huga sérstaklega vel að endum.

Almennt um mismunandi viðarhluta.

  • Þyngri viðarlög/viðarhlutar eiga það til að draga til sín meira vatn og togna meira út en ljósari hlutar.
  • Meiri hætta er á að dökkur viður blæði heldur en ljós viður.

Áhrif vinnslu og framleiðslu timburs á endingu og málun.

Vinnsla og framleiðsla á timbri geta haft áhrif á eiginleika timburs varðandi viðarvarnir á mismunandi máta. Þar mætti meðal annars nefna eftirfarandi þætti...

  • Sögun og úr hvaða viðarlögum timbrið kemur. Timbur úr mismunandi viðarlögum getur haft mismunandi eiginleika, mætti þar nefna þéttleika, grófleika, vatnsísdrægni og hreyfanleika. Slíkt hefur áhrif á endingu timbursins og málningarfilmu. Kjarnviður sýgur t.d. til sín minna vatn en grípur ver í málningu heldur en rysjuviður.

  • Yfirborðshrjúfleiki getur verið breytilegur eftir framleiðsluaðferðum. Meiri hrjúfleiki eykur viðloðun málningar við yfirborðið. Yfirborðið getur aftur á móti dregið til sín meiri bleytu og hreinsar sig síður. Það getur leitt til meiri sýkingarhættu.

  • Aðstæður við geymslu. Timbur er best geymt á þurrum og sólarlausum stað, til að forðast veðrun, fúa og gráma.

  • Gagnvörn verndar timbur gegn fúa. Aftur á móti geta sumar gagnvarnir innihaldið varasöm efnasambönd og einnig valdið álagi á viðloðun málningarkerfis.

 

<< Viður utanhúss - Efnisyfirlit
Slippfélagiđ í Reykjavík, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík, sími: 588 8000, fax: 568 9255