Leita
Forsíğa > Húsadeild > Innanhús > Ráðleggingar
Fyrirtækiğ
Skipa- og iğnağardeild
Húsadeild
Litir
Innanhús
Utanhús
Viðarvörn
Verklýsingar
Spurt og svarað
Vöruleit
Umhverfismál
Verslanir
 

Tengt efni

Litir og lita-samsetningar. Bæklingar og verklısingar. Spurningar og svör.

Ráðleggingar

Það er ýmislegt sem ber að hafa í huga þegar litur og gljái eru valinn fyrir íbúðir. Hér fylgja nokkur einföld ráð og leiðbeiningar um hvað sé vænlegt að gera og hvað eigi að forðast.

 

Ráðleggingar
 
 
 • Loft eru alltaf máluð á undan veggjum, svo ekki fari málning á nýmálaða veggina.
 • Loft eru oftast höfð ljósari en veggir. Þannig skynjum við herbergi stærri og rýmri.  
 • Aukin gljái gerir misfellur á yfirborði meira áberandi. Mött málning felur misfellur betur en gljáandi.
 • Ekki er ráðlagt að mála loft með hærra gljástig en 5. Á veggi í herbergjum og stofu er hægt að nota meira t.d. gljástig 10-20.
 • Í eldhúsi og baðherbergi er mælt með enn hærra gljástigi, t.d. með Hemukrýl málningu.
 • Augað skynjar liti mismunandi eftir gljáa, og mattari málning gefur ljósari tón.

 • Litir virðast sterkari á stórum flötum. Veljið því daufari liti á stóra fleti og sterkari á litla.

 • Lýsing hefur áhrif á liti.

 • Byrjið ekki á nýrri málningardós á miðjum vegg.

 • Rétt hitastig (15-20 °C) og rakastig (40-70 %) skipta máli hvernig til tekst.

 • Lesið vandlega á dósarmiða áður en vinnan hefst.

 • Litaprufur geta verið afar hjálplegar við val á litum. Hægt að fá litlar handhægar litaprufur í öllum litum og prófa hinar og þessar litasamsetningar.

 • Ekki er allt sem sýnist í litakortum. Margir litir, sem þar eru, hafa svokallaða viðvörun, vegna ýmissa ágalla. Þar má nefna lélega dekkingu, lélegt sólþol og fl. Öllum þessum vafaatriðum á sölufólk að bregðast við og aðvara kaupendur.

 

Slippfélagiğ í Reykjavík, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík, sími: 588 8000, fax: 568 9255